DesignTalks talks - Hvað nú? Fyrsti þáttur: Tölum um sköpunarkraftinn
DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í fyrsta þætti í hlaðvarpsþáttaröðinni Hvað nú? er farið yfir sköpunarferlið, eðli sköpunar og hönnunarhugsunar.
Mannkynið stendur frammi fyrir allskonar áskorunum og kröfur um sjálfbærar lausnir hafa aldrei verið háværari. Misheppnað alþjóðlegt samstarf um að draga úr losun, pólitískur óstöðugleiki og eftirköst eftir heimsfaraldurinn en hvað nú?
Í fyrsta þætti í hlaðvarpsþáttaröðinni Hvað nú? er farið yfir sköpunarferlið, eðli sköpunar og hönnunarhugsunar. Hver er ávinningurinn af því að færa hönnunarhugsun inn á fleiri svið samfélagsins? Hvernig getum við nýtt sköpunarkraftinn til að takast á við stór viðfangsefni nútímans eins og hlýnun jarðar, náttúruhamfarir og vopnuð átök? Hvert er eðli skapandi hugsunar og máttur fegurðarinnar? Hvernig endurvekjum við hugrekki og von? Hvernig getum við fengið fólk til að breyta hegðun sinni og taka róttæka afstöðu með móður náttúru?
Í þættinum sest stjórnandinn Anna Gyða Sigurgísladóttir niður með R. Michael Hendrix, grafískum hönnuði, frumkvöðli og Global Design Director hjá IDEO og Rósu Hrund Kristjánsdóttur, grafískum hönnuði og Creative Director hjá Hvíta Húsinu.
DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður er stjórnandi DesignTalks.