- English
- Íslenska
DesignTalks talks - Hvað nú? Þriðji þáttur: Tölum um náttúruna
DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í þriðja þætti spyrjum við: Hvert er hlutverk hönnunar og arkitektúrs þegar kemur að loftslagsbreytingum, velferð og heilsu fólks?
Mannkynið stendur frammi fyrir elleftu stundu og ákall um sjálfbærari lausnir hefur aldrei verið háværara. DesignTalks fjallar um þær áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir og mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í samfélagslegum og hnattrænum breytingum.
Í þriðja þætti hlaðvarpsþáttarins sem nefnist Hvað nú? spyrjum við: Hvert er hlutverk hönnunar og arkitektúrs þegar kemur að loftslagsbreytingum, velferð og heilsu fólks? Við erum mörg hver veikari og meira einmana eftir afleiðingar faraldursins en einnig með dýpri innsýn í það sem skiptir máli. Hvernig getum við skapað heilandi umhverfi og borgarlandslag þar sem náttúran er í lykilhlutverki? Hvers konar lausnir getur landslagshönnun veitt í loftslagsvandanum sem blasir við í heiminum? Hvert er mikilvægi þess að færa náttúruna inn í borgirnar? Hvernig getum við skapað umhverfi sem stuðlar að sjálfbærari lífsstíl? Hvert er mikilvægi náttúrunnar fyrir vellíðan okkar?
Í þættinum sest gestgjafinn Anna Gyða Sigurgísladóttir niður með Peter Veenstra, landslagsarkitekt og meðstofnanda LOLA Landscape Architects, Arnhildi Pálmadóttur arkitekt s ap arkitekta, og Sigrúnu Thorlacius, vöruhönnuði og líffræðingi.
DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður er stjórnandi DesignTalks.