Endurkoma fatamerkisins Helicopter

Fatahönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir snýr aftur með fatamerkið sitt Helicopter og frumsýnir línuna 170-H með partý í Kiosk á morgun kl. 17. Um er ræða fatalínu sem að þessu sinni er innblásinn af „húðflúrum sem vinkona hennar vaknaði með eftir gott partý.“
Helicopter hefur verið í dvala um tíma en mætir nú aftur með glænýrri og ferskri nálgun. Línan samanstendur meðal annars af silkisetti, stuttermabol, prjónapeysu og kjól.
Af því tilefni er blásið til fagnaðar í Kiosk Granda, verslun Helicopter, á morgun, 23. júní kl. 17. Lína verður til sýnis ásamt videoverki unnið í samstarfi við listakonuna Sigurlaugu Gísladóttir.
Ilmhönnuðurinn Andrea Maack verður á svæðinu að kynna ilmina sína. Það verður gin og tonic kokteill í boði Eyland Spirits og Drykkur, Collab og Kristall í boði Ölgerðarinnar, Sóley Bjarnadóttir þeytir skífum og veglegur gjafapoki verður handa fyrstu heppnu sem mæta.
Sjáðu brot af línunni hér fyrir neðan. Ljósmyndari er Atli Þór Alfreðsson.


