Er hægt að finna þig hér?
Ert þú á lista yfir starfandi arkitekta í Arkitektafélagi Íslands? Búast má við auknum áhuga erlendis frá á íslenskum arkitektum og íslenskum arkitektúr í kjölfar þátttöku Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Ef þú ert félagsmaður í Arkitektafélagi Íslands hvetjum við þig til að verða sýnilegri á vefnum okkar með því að skrá þig og þín verk í félagatalið okkar góða.
Mikilvægt er að vanda til verka. Velja góða mynd af þér og þínum verkum. Eins er mikilvægt að öll textavinna sé góð. Yfirlitið er bæði á ensku og íslensku og gífurlega mikilvægt verkfæri fyrir til að auka sýnileika íslensks arkitektúrs og hönnunar.
Leiðbeiningar
- Fara inn á slóðina (https://www.honnunarmidstod.is/innskra), setur inn netfangið þitt og smellir á Staðfesta.
- Staðfestingarpóstur frá kerfinu og smellir á "hér" til að staðfesta. (ath pósturinn á það til að fara í ruslhólfið)
- Síða opnast sem segir Innskráning tókst.
- Loka þeirri síðu
- Opna nýjan glugga og slá inn https://www.honnunarmidstod.is
- Síða hvers félagsmanns skal innihalda eftirfarandi:
- Upplýsingar og tenglar - nafn, netfang, símanúmer, vefsíða og samfélagsmiðlar
- Tögg - flettilisti t.h. - vandaðu valið á töggum - forðast skal að velja of mörg.
- Textalýsing - texti um hönnuð/arkitekt og verk viðkomandi - ath. íslenska og enska.
- Myndir - af viðkomandi og af verkum (hægt að skrifa lýsingu við hverja mynd)