Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði
Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhússarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu 19. maí um heilsu og hönnun. Nútímaarkitektúr varð til sem svar við ákveðnum heilsufarsvandamálum eins og lélegu hreinlæti, mengun, lélegum birtuskilyrðum, óhreinu vatni og skorti á holræsakerfi. Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að lýðheilsu. Hvernig ætla arkitektar að bregðast við þessu?
Hvar: Gróska, Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Hvenær: 19. maí kl. 10.00-15.00
ATHUGIÐ: Vegna aðstæðna í samfélaginu þarf að bóka sæti fyrirfram á fyrirlestrana. Hvert sæti þarf að vera rekjanlegt svo upplýsingar um nafn, síma og kennitölu þarf nauðsynlega að fylla út. Vinsamlegast athugið að hver og einn fyrirlestur stendur sjálfstætt. Ef viðkomandi ætlar að hlýða á alla fyrirlestrana í Grósku, þá þarf sá og hinn sami að bóka sig á alla fyrirlestra.