Erum við að leita að þér? Kynningarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leitar að kraftmiklum, skipulögðum og skapandi einstakling í starf kynningarstjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem gefst m.a. kostur á að sinna verkefni á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Kynningarstjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra og verkefnastjóra.
Kynningarstjóri kemur að kynningarmálum Miðstöðvarinnar og verkefnum svo sem HönnunarMars, Hönnunarverðlaunum Íslands, Hönnunarsjóði, Feneyjartvíæringi o.fl., auk þess að veita samfélagi hönnuða og arkitekta þjónustu á sviði kynningarmála.
Starfið er yfirgripsmikið og krefst góðrar þekkingar á kynningarmálum, markaðsmálum, hönnun og arkitektúr, samskiptahæfni, teymisvinnu og góðrar yfirsýnar. Um er að ræða 100% starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með kynningar- og markaðsmálum Miðstöðvarinnar.
- Náið samstarf við framkvæmdastjóra og verkefnastjóra, gerð kynningar- og markaðsáætlana,
- Miðlun verkefna og viðburða.
- Samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla og gerð fréttatilkynninga.
- Samskipti við samstarfsaðila er varða kynningar- og markaðsmál.
- Umsjón og rekstur vefja, fréttabréfa og samfélagsmiðla MH&A og verkefna, uppfærsla efnis,
- Innsetning myndefnis og textagerð.
- Umsjón með framleiðslu á kynningarefni og efnisgerð.
- Umsjón með umfjöllunarvakt og skýrslugerð er varðar markaðs- og kynningarmál.
- Þátttaka í fjölbreytilegum verkefnum Miðstöðvarinnar, verkefnastjórnun og umsjón.
Hæfnis- og menntunarkröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfinu.
- Góð þekking á kynningar- og markaðsmálum.
- Reynsla af störfum í fjölmiðlum er kostur.
- Þekking og áhugi á hönnun og arkitektúr er kostur.
- Góð tölvuþekking, reynsla af vefumhverfi og notkun samfélagsmiðla í kynningarstarfi
- Reynsla af verkefnastjórnun og hugmyndaauðgi.
- Rík samskiptahæfni og færni til að vinna í teymi.
- Áreiðanleiki, frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
- Setja fram upplýsingar á aðgengilegan hátt og halda kynningar.
Umsóknarfrestur er til og með 9. september nk.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is).