HönnunarMars 2025 fer fram í apríl

HönnunarMars 2025 fer fram dagana 2. - 6. apríl og mun taka hlutverki sínu sem vorboðinn ljúfi alvarlega árið 2025. Þetta er sautjánda árið í röð sem hátíðin fer fram.
HönnunarMars er helsta hönnunarhátíð landsins og ein af borgarhátíðum Reykjavíkur. Hún mun setja svip sinn á borgina fyrstu helgina í apríl þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar, viðburðir og samtöl veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans.
Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks, lykilviburður HönnunarMars, fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 2. apríl. Núna stendur yfir opið kall um tillögur að fyrirlesurum og verkefnum á DesignTalks en innsendar tillögur verða nýttar í hugarflug fjölbreytts hóps um innihald, dagskrá og þema. Meira hér.
Opnað verður fyrir umsóknir þátttakenda á HönnunarMars 2025 þann 9. september næstkomandi.
Takið frá dagana 2. - 6. apríl 2025!





