Hönnunartengdir viðburðir á Menningarnótt 2024
Menningarnótt fer fram í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst, þar sem fjölbreyttir menningarviðburðir fyrir alla aldurshópa fara fram víðsvegar um borgina. Dagskráin stendur frá morgni til kvölds og frítt á alla viðburði. Hér er stutt samantekt á viðburðum á Menningarnótt með hönnunarívafi.
Sumarlokapartý í Fischersundi
Fischersund býður í sumarlokapartý frá 17 - 19 þar sem útgáfu vínyplötunnar Sounds of Summer og ilmsins Korter í Fimm, verður fagnað. Gestum er boðið að skála undir ilmi og tónum sumarsins sem er senn á enda.
Ilmurinn Korter í Fimm er að koma út í annað sinn en hann var fyrst kynntur á HönnunarMars 2023. Platan og ilmurinn eru innblásin af því augnabliki ringulreiðar og gleði sem á sér stað þegar gengið er út af myrkum sveittum bar út í ferskan og bjartan sumarmorgun.
Ilmurinn verður einungis til sölu í Fischersundi og kemur út í takmörkuðu upplagi. Vínylplatan verður til sölu í takmörkuðu upplagi í verslun og á vefsíðu Fischersunds og INNI.
Skuggaleikhússmiðja með ÞYKJÓ í Hörpu
„Er þetta hvalur sem svamlar hjá eða marglytta? Eða er þetta kannski hafmeyja?“
Í skuggaleikhússmiðju ÞYKJÓ skapa fjölskyldur skuggabrúður innblásnar af dýrum sem synda í sjónum umhverfis Hörpu. Fjölskyldur koma ímyndunaraflinu á flug og kynnast töfrum skuggaleikhúss. Allur efniviður verður á staðnum og þátttaka er ókeypis.
ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir.
Smiðjan sem fer fram frá kl. 13 - 17 á Norðurbryggju og Rímu á 1. hæð í Hörpu. Smiðjan er ætluð börnum frá 4 ára aldri í fylgd fullorðinna.
Menningarnótt í Yeoman
Gestum og gangandi er boðið í dans og drykk fyrir utan verslun Hildar Yeoman, Laugavegi 7.
DJ Dóra Júlía mun spila milli 16 - 18 og dansarar munu halda uppi stuðinu í hönnun Hildar Yeoman. Léttar veitingar verða í boði og allir sem versla á Menningarnótt fara í sérstakan happdrættispott sem inniheldur veglega vinninga.
Opið verður í verslun Yeoman frá 11 - 20 í tilefni dagsins.
MENNINGARMESS
Markaður, tónlist, sýningar, leikir, ljóð.
Á Menningarnótt mun portið í Hafnarhúsinu umbreytast í messí og skapandi leikvöll, sem iðar af orku hafnar.haus, stærsta skapandi samfélags borgarinnar. Gestir fá innsýn inn í grasrótarsenuna, þar sem myndlist, hönnun, tónlist og nýsköpun skarast.
Viðburðurinn hefur hlotið styrk frá Menningarnótt.
Opið er frá 12 - 23.
Lady Brewery x Hafnarhúsið
Á Menningarnótt opnar Lady Brewery pop up bar frá 17 - 23 á annari hæð Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.
Handgerðir drykkir, kraft bjór frá Lady og óáfengt íslenskt freyðite frá Sodalab, systurfyrirtæki Lady.
Lady Brewery er metnaðarfullt íslenskt farandbrugghús með ástríðu fyrir að hanna og framleiða góða og fallega bjóra og allskyns upplifanir tengdar bjór fyrir alla sem hafa aldur til! Nálgun Lady Brewery er að gefa endanlegri bjórafurð persónu, sérkenni, sögu og útlit og samanstendur teymið af hæfileikaríku fólki sem kemur úr hönnunar-, lista- og matargeiranum.
Lady Brewery stærir sig af því að vera í eigu kvenna og er bjórinn bruggaður af konum.
Brumm Brumm - Farandprentsmiðja og gallerí
Brumm Brumm er farandprentsmiðja og gallerí í gömlum húsbíl af gerðinni Mercedes Benz sem ferðast á milli staða til að sýna prentlistina sem lifandi uppákomu. Á Menningarnótt verður Brumm Brumm staðsett á Hörputorgi frá 13 - 18.
Brumm Brumm sérhæfir sig í að búa til prentverk sem vekja upp fortíðarþrá. Notkun þeirra á klassískum prentunaraðferðum, litum og áferðum fléttast saman á einstakan hátt til að vekja upp tilfinningu um liðna tíma, líkt og tímalaus sjarminn sem einkennir gamla húsbílinn.
Menningarnótt í Apotek Atelier
Apotek Atelier bíður gestum og gangandi velkomna í búbblur og basil gimlet á Menningarnótt. DJ Dóra Júlía heldur uppi stuðinni fyrripart dags og Helga Margrét tekur svo við seinni partinn.
10% afsláttur af öllu og gjafapokar fyrir fyrstu sem versla. Happdrættispotturinn verður á sínum stað og veglegir vinningar í boði.
Opið verður til 19:00.
Making things matter
Letterpress er aldagömul prentaðferð með nútímatvisti. Þó að margir þekki lokaafurðina, skilja fáir þá miklu vinnu og nákvæmni sem krafist er í prentunarferlinu.
Reykjavik Letterpress, í samvinnu við valda hönnuði, stefnir að því að endurvekja handverkið í hjarta borgarinnar hjá Kóbalt Concept, Laugavegi 27, frá kl. 12 - 19.
ART67 gallerí
ART67 gallerí hefur verið starfrækt í 15 ár. Af því tilefni bjóða listakonur 15% afslátt af öllum verkum á Menningarnótt.
Opið verður frá 11 til 20.