Erum við að kaupa til að henda?
66°Norður, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Festa standa fyrir málstofa í Grósku 23. nóvember kl. 9 - 10:30 sem fjallar um mikilvægi hringrásar í fatnaði og hönnun. Örerindi og pallborðsumræður um þetta mikilvæga málefni.
Markmiðið með málstofunni er að fræða og ræða neikvæð umhverfisáhrif offramleiðslu og ofneyslu. Áherslan er að vekja athygli neytenda, hönnuða og framleiðenda á málefninu og hvetja til umhverfisvænni framleiðslu, hönnunar og neysluhegðunar.
Fundarstjóri er Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá Sorpu og meðal þeirra sem halda erindi er Hrefna Sigurðardóttir, hönnuður hjá Studio Fléttu sem nýverið vann tvenn verðlaun á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir nýskapandi og hringrásarvæn verkefni, hönnuðurinn Valdís Steinars, Kristín Vala Ragnarsdóttir, umhverfisverkfræðingur og prófessor hjá Háskóla Íslands, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir frá Landvernd ásamt því að Regn, nýtt söluplattform fyrir notaðan fatnað verður með erindi. Í kjölfarið verða pallborðsumræður sem Freyr stýrir.