Framúrskarandi hönnun fagnað

Það var hátíðleg stemming í Iðnó á fimmtudaginn þegar Hönnunarverðlaun Íslands 2019 voru afhent Genki Instruments auk þess sem Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt, hlaut Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og Omnom fékk viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2019.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar afhenti aðalverðlaun kvöldsins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins afhenti viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Þá afhenti Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, Heiðursverðlaun kvöldsins.
Hönnunarverðlaun Íslands eru skipulögð af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Hönnunarsafn Íslands með stuðningi frá Landsvirkjun og Samtökum Iðnaðarins.
Hér má sjá svipmyndir frá kvöldinu frá ljósmyndaranum Aldísi Pálsdóttur.







