Fyrirspurnir og svör - Samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri
Frestur til að skila inn fyrirspurnum fyrir samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri rann út fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn. Hér má sjá fyrirspurnirnar og svörin við þeim.
Fyrirspurnir:
Kafli 2.1 Almenn atriði.
1. Er rétt skilið að að gera skuli ráð fyrir 1 bílastæði á hverjar 5 íbúðareiningar, hvort sem það er einstaklingsherbergi,
studioíbúð eða 2ja herb. íbúð? Svar: Já.
2. Hver eru “almenn viðmið Akureyrarbæjar” varðandi bílastæðafjölda? Svar: Almenn viðmið Akureyrarbæjar um bílastæðafjölda eiga ekki við á þessum lóðum.
3. Í deiliskipulagi er tiltekið að gera skuli ráð fyrir einu bílastæði á hver þrjú herbergi og einu bílstæði á hverjar 1,5 íbúðareiningar (studio og 2ja herb.) Ber keppendum ekki að fara eftir þessu? Svar: Keppendum ber að fara eftir samkeppnislýsingu og nota excel skjalið “Stærðir rýma” til viðmiðunar út frá þeim fjölda íbúða sem í tillögunni verða.
Kafli 2.4 Starfsemislýsing og rýmisáætlun
4. Óskað er eftir því að þátttakendur sýni mögulega stækkun bygginganna. Skal miðað við að með stækkun verði heildarbyggingamagn lóðanna í samræmi við deiliskipulag (5.200m2 á lóð D og 2.400m2 á lóð E)? Svar: Dómnefnd er einungis að óska eftir tillögum að hugsanlegum stækkunum samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
5. Í lýsingu á íbúðum (studio og 2ja herb.) er tekið fram að “Ein af þessum tíu íbúðum skal vera í samræmi við ákvæði gildandi Byggingarreglugerðar gr.6.10.4 varðandi stærð og umfang baðherbergis” Hvað er hér átt við? Svar: Verið er að vitna í ákvæði byggingarreglugerðar um gr. 6.10.2: “Innan stúdentagarða skal ein af hverjum tuttugu íbúðum og eitt af hverjum tuttugu herbergjum á heimavistum vera innréttanleg fyrir þarfir hreyfihamlaðra, þó aldrei færri en ein/eitt.”.
Ein af hverjum tíu stúdíóíbúðum, ein af hverjum tuttugu 2ja herbergja íbúða og eitt af hverjum tuttugu einstaklingsherbergjum skulu uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar 6.10.2.
6. Á hluti herbergja ekki að vera innréttanleg fyrir þarfir hreyfihamlaðra? Svar: sjá svar við lið 5 hér að ofan.
7. í grein 6.10.4 Brg. er tiltekið að ein af hverjum tuttugu íbúðum og eitt af hverju 20 herbergjum skulu uppfylla þessar kröfur. -Gildir það ekki hér? Svar: sjá svar við lið 5 hér að ofan.
Rýmisáætlun
8. Fjöldi herbergja: Í rýmisáætlun eru einstaklingsherbergi alls 64 og sérgeymslur þeirra alls 57. Er ekki rétt skilið að fjöldi einstaklingsherbergja og sérgeymslna skuli vera 54 til 60? Svar : Rétt.
9. Er skilyrði að sameiginlegur salur og tengd rými skuli vera í sömu byggingu og einstaklingsherbergi? Svar : Já.
10. Er skilyrði að skrifstofa, verkstæði og geymslur FÉSTA skuli vera í sömu byggingu og einstaklingsherbergi? Svar : Já.
Aðrar fyrispurnir:
11. Í lið 2.2 er vísað til nafna vega , sem ekki er að sjá á samkeppnisgögnum. Óskað er eftir gögnum þar að lútandi, einnig vantar að staðsetja kletta og hæðardrög á kortum, sem nefnd eru í lið 2.2. Svar : Keppendum er bent á að kynna sér öll gögn samkeppninnar og kortasjá á vef Akureyrarbæjar.
12. Vinsamlegast upplýsið hversu stórt svæði fari fyrir djúpgáma í
heild, sem varla getur talist samkeppnisatriði, Svar: Djúpgámum skal komið fyrir í samræmi við reglur Akureyrarbæjar. Í kafla 2.4 í Samkeppnislýsingunni má sjá slóð á reglur Akureyrarbæjar; https://www.akureyri.is/static/files/Umhverfismal-/djupgama-leidbeiningarrit.pdf
13. Hvergi er getið um í samkeppnisgögnum hver hæðarmunur er milli hæðarlína og er þess óskað að það upplýsist. Svar : Hæðarbil lína er 1m.
Samsett skjal með kortagrunn, hæðarlínum og loftmynd verður aðgengilegt eftir helgi á heimasvæði keppninnar; https://www.honnunarmidstod.is/ha-frettir/samkeppni-um-byggingu-studentagar%C3%B0a-fyrir-felagsstofnun