Gagarín hlýtur tilnefningu til European Design Awards 2020

Stafræn Inka munstur

Gagarín hlýtur tilnefningu til European Design Awards 2020 fyrir gagnvirkt sýningaratriði, stafrænan vefstól, fyrir fornleifa og sögusafnið Pointe-à-Callière í Montreal, Kanada.

Á síðasta ári hannaði Gagarín gagnvirkt sýningaratriði fyrir fornleifa og sögusafnið Pointe-à-Callière í Montreal, Kanada. Frá forsögu til samtímans býður safnið almenningi að kanna töfrandi heim Perú í gegnum siðmenningu Inka. Menning Inkanna hefur ætíð verið sveipuð ákveðinni dulúð en Inkar eru þó einna þekktastir fyrir ótrúlega hönnun og gæðaefni í vefnaði. Í því ljósi hannaði Gagarín stafrænan vefstól sem færir gestinn nær þessu magnaða handverki Inkanna á skapandi hátt.

Mynstrin sem voru útfærð fyrir þetta sýningaratriði sem kallast„Weaving Time“eiga öll stoð í aldagamalli hefð Inkanna en eru nú útfærð á nútímalegan hátt. Gestir velja mynstur, raða þeim saman og vefa í sameiningu óendalega langan refil eða teppi sem fléttast um sýningarrýmið. Gestirnir verða þannig meðhöfundar þessarar síbreytilegu sýningar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Gagarín hér.

Inkar


Inkar kölluðust frumbyggjar á meginlandi Suður-Ameríku. Þeir bjuggu í Inkaríkinu sem var stofnað um 1200 sem smáríki í kringum höfuðborgina Cuzco. Seinna teygði það sig langt norður og suður eftir Andes-fjöllunum og náði hámarki sínu á 15. öld.

European Design Awards


European Design Awards eru samstarfsverkefni evrópskra hönnunartímarita, sem öll eru leiðandi á sínu sviði. Meira um þau hér.

honnunarmidstod
Stafrænn vefstóll 👆 Við óskum Gagarin innilega til hamingju með tilnefninguna til European Design Awards 2020! Tilnefninguna hljóta þau fyrir gagnvirkt sýningaratriði, stafrænan vefstól, fyrir fornleifa og sögusafnið Pointe-à-Callière í Montreal, Kanada. Hér er hægt að lesa meira um verkefnið og skoða myndir á vef Hönnunarmiðstöðvar (linkur í bio) #honnunarmidstod #icelandicdesign #icelandicdwsigncentre #digitaldesign #europeandesignawards
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Grafísk hönnun
  • Stafræn hönnun