Halldóra Arnardóttir hlýtur styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar
Halldóra Arnardóttir, listfræðingur, hlaut í gær styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar, til að ljúka ritstörfum um verk um Skarphéðins Jóhannssonar arkitekts (1914-1970). Þetta er í þrettánda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Alls bárust fimm umsóknir um styrkinn í ár.
Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt (7. apríl 1914- 13. mars 1970) nam fyrst húsgagnahönnun og smíði en nam síðar arkitektúr. Við heimkomu teiknaði hann innréttingar og húsgögn og starfaði sem arkitekt frá 1952 til 1970. Teiknistofa hans teiknaði fjölmargar byggingagerðir: verksmiðjur, skrifstofur, afgreiðslu- og sýningarrými, skólahúsnæði og rannsóknarstofur, íbúðarhúsnæði, auk þess sem Skarphéðinn skipulagði fjölmargar sýningar, og var valinn af Alvar Aalto til að hafa yfirumsjón með byggingu Norræna hússins í Reykjavík. Hans þekktustu verk er Mjólkurbú flóamanna á Selfossi, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Heimssýninguna Montreal ’67 og Laugardalshöllin.
Halldóra Arnardóttir er með doktorsgráðu í byggingarlistasögu og starfar sem sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún hefur skrifað fjölda greina um arkitektúr og hönnun bæði heima og erlendis, auk þess sem hún er meðhöfundur bóka um Manfreð Vilhjálmsson arkitekt og Kristínu Guðmundsdóttur híbýlafræðing sem liður í að byggja upp byggingarlistasögu Íslands um einstaka arkitekta og hönnuði. Stefnt er að því að bókin um Skarphéðinn Jóhannsson verði gefin út í ár, 2023.
Stjórn Minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar skipa Sigríður Maack, formaður AÍ,Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Garðar Snæbjörnsson, félagar í AÍ og Erling Jóhannesson forseti BÍL, sem tilnefndur er af stjórn BÍL.
Frekari upplýsingar um Skarphéðinn og bókina
Saga Skarphéðins er að mörgu leyti samtvinnuð menningarsögu Íslands um og eftir seinni heimsstyrjöldina. Samfélagið gerði sífellt meiri kröfur um nútímavæðingu og um leið spruttu upp spurningar um samskipti bæjarbua og metnað til framgangs. Skarhéðinn fór utan til að læra husgagnahönnun og smíði, og síðar arkitektur. Á námsárunum fór hann námsferðir til Þýskalands og Ítalíu til auka þekkingu sína. Við heimkomu teiknaði hann innréttingar og húsgögn og starfaði sem arkitekt frá 1952 til 1970. Teiknistofa hans teiknaði fjölmargar byggingagerðir: verksmiðjur, skrifstofur, afgreiðslu- og sýningarrými, skólahúsnæði og rannsóknarstofur, íbúðarhúsnæði, auk þess sem Skarphéðinn skipulagði fjölmargar sýningar, og var valinn af Alvar Aalto til að hafa yfirumsjón með byggingu Norræna hússins í Reykjavík.
Verkefnið tvinnar saman þessa þætti og gefur heildstæða mynd af verkum Skarphéðins, þátt hans í nútímavæðingu landsins og auknum lífsgæðum landsmanna. Bréfasafn hans er fjársjóður í því samhengi. Bókin um Skarphéðinn Jóhannsson skiptist í tvo hluta: þroskasögu hans frá 1935 til 1951 og starfsár arkitektastofunnar frá 1952 til 1970. Fjallað er um þann jarðveg sem hann spratt úr í íslensku þjóðfélagi og hvað gerði hann að þeim arkitekt sem hann varð árið 1952 þegar hann stofnaði sína eigin arkitektastofu, þá 38 ára að aldri. Sagan er lesin í gegnum byggingarnar sjálfar, hvað þær segja okkur um þróun mjólkurframleiðslu/mjólkursölu, aðgengi til menntunnar og þörf áleikskólum, eða um ímynd landsins til útflutnings (Iðnsýninguna 1952, Mjólkurbúflóamanna á Selfossi, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Heimssýninguna Montreal ’67, Laugardalshöll o.fl). Þessi nálgun býr til áhugaverðar fléttur fyrir lesendann og hvetur hann áfram til frekari íhugunar um umhverfi samtímans.