Framlengdur skilafrestur - Samkeppni um nýjan leik - og grunnskóla í Vogabyggð
Í byrjun maí auglýsti Reykjavíkurborg í samstarfi við AÍ opna tveggja þrepa samkeppni um nýjan samþættan leik-og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt nýrri göngu og hjólabrú á Fleygvangi. Í ljós hafa komið ákveðnir tæknilegir örðugleikar varðandi fyrirkomulag samkeppninnar. Dómnefnd hefur af þessum sökum og vegna sumarleyfa, í samráði við trúnaðarmann samkeppninnar, ákveðið að fresta skilum á tillögum í 1. þrepi fram til 15. ágúst 2023. Skilafrestur tillagna á 2. þrepi er 9. janúar 2024.
Uppfærð tímalína:
1. þrep:
Skilafrestur fyrirspurna, 6. júní, kl. 12.
Svör við fyrirspurnum, 13. júní, kl. 12.
Skilafrestur tillagna á 1. þrepi, 15. ágúst, kl. 12.
Niðurstaða dómnefndar á 1. þrepi, 5. september.
2. þrep:
Uppfærð tímalína:
Vinna við 2. þrep hefst 22. september
Skilafrestur fyrirspurna 27. október kl. 12:00
Svör við fyrirspurnum 3. nóvember
Skilafrestur tillagna á 2. þrepi 9. janúar 2024 kl.12:00