Úthlutun úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar 1. júní
Fimmtudaginn 1. júní kl. 17.30 fer fram úthlutun úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar. Úthlutunin fer fram í Grósku-Fenjamýri. Boðið verður upp á léttar veitingar. Öll velkomin!
Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Tilgangur sjóðsins er að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.
Minningarsjóðurinn hefur veitt styrki frá árinu 1995. Styrkveitingin hefur oftast farið fram í tengslum við afmælisdag Guðjóns Samúelssonar en hann var fæddur 16. apríl 1887 og dó 25 apríl 1950, fimm dögum eftir vígslu Þjóðleikhússins.
Síðast var veitt úr sjóðnum árið 2021 en þá hlaut verkefnið Húsnæðiskostur & hýbílaauður 1.500.000 kr styrk til útgáfu bókar og miðlun rannsókna á sviði húsnæðismála frá sjónarhóli arkitektúrs og hönnunar. Á bak við verkefnið standa Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur; Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt; Ásgeir Brynjar Torfason, viðskiptafræðingur; Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, arkitekt; Hólmfríður Jónsdóttir, arkitekt og Snæfríð Þorsteins, hönnuður.
Formaður stjórnar sjóðsins 2023 er Sigríður Maack, formaður AÍ. Aðrir í stjórn eru Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Garðar Snæbjörnsson, félagar í AÍ og Erling Jóhannesson forseti BÍL, sem tilnefndur er af stjórn BÍL.
Ath. fyrst var viðburðurinn auglýstur kl. 21.00 en búið er að breyta því og verður hann haldinn kl. 17.30.