HönnunarMars í Helsinki
HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Þátttakendur í Helsinki voru þau Päivi Häikiö, grafískur hönnuður og gestakennari við Aalto listaháskólann og Kristín Eva Ólafsdóttir hefur unnið á sviði hönnunar í meira en 20 ár og er meðeigandi og listastjóri á hönnunarstofunni Gagarin á Íslandi. Stjórnandi er Anni Korkman er verkefnastjóri Hönnunarvikunnar í Helsinki.
Markmiðið er að leiða saman hönnuði frá Íslandi og Norrænu höfuðborganna í áhugavert samtal um hönnun og arkitektúr og þar með skapa hátíðinni erlendan vettvang í samstarfi við sendiráðin og erlenda samstarfsaðila. Á tímum Covid og lokaðra landamæra er mikilvægt að efla samskipti og samtal þvert á landamæri og um leið vekja athygli erlendis á því sem er að gerast á HönnunarMars og í íslenskri hönnun.
Hlaðvörpin eru á ensku.
Päivi Häikiö er grafískur hönnuður og gestakennari við Aalto listaháskólann. Hún lauk meistaragráðu í listnámi við Háskólann í Turku og stundaði nám í grafískri hönnun við UCLA, Los Angeles. Á ferlinum hefur hún starfað við bókaútgáfu, hönnun og á auglýsingastofum í München, Hamborg og Helsinki. Päivi rekur eigið vinnustofu sem sérhæfir sig í auðkenni vörumerkis og liststjórnun, sjónrænum frásögnum og landshönnun. Í verkum sínum hefur Päivi mikinn áhuga á haptískri og staðbundinni tjáningu, prentútgáfu, litum og formi.
Kristín Eva Ólafsdóttir hefur unnið á sviði hönnunar í meira en 20 ár og er meðeigandi og listastjóri á hönnunarstofunni Gagarin á Íslandi. Hún er með gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og hefur í starfi sínu á Gagarín tekið þátt í fjölda sýninga sem hafa unnið til verðlauna bæði hér heima og erlendis. Kristin Eva stundar nú mastersnám í skapandi stjórnun í Berlín.
Anni Korkman er verkefnastjóri Hönnunarvikunnar í Helsinki. Hún er með meistaragráðu í listum frá listaskólanum Central Saint Martins í London University. Hún hefur starfað í Helsinki, London, New York og Mílanó. Helsinki Design Week er stærsta hönnunarhátíð á Norðurlöndum og fer fram víða um borgina og á netinu ár hvert í september