Hönnunarsjóður: Opinn kynningarfundur um gerð umsókna
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs heldur opinn kynningarfund fyrir umsækjendur um styrki Hönnunarsjóðs.
Kynningarfundurinn verður haldin sem fjarfundur mánudaginn 13. janúar frá kl. 12:00 - 13:00.
Farið verður yfir umsóknareyðublaðið, textagerð, kostnaðaráætlun, fjármögnun og fylgiskjöl. Að lokum verður opið fyrir spurningar og samtal.
Sýniseintak af umsóknarforminu fyrir almenna styrki er aðgengilegt hér, og fyrir ferðastyrki hér.
Umsóknarfrestir 2025
Almennir- & ferðastyrkir
12. nóvember 2024 – 29. janúar 2025 (á miðnætti)
Úthlutun 4. mars 2025
Almennir- & ferðastyrkir
6. mars 2025 – 17. september 2025 (á miðnætti)
Úthlutun 16. október 2025
Gagnlegir hlekkir
Leiðbeiningar - Almennir styrkir
Nánari upplýsingar;
Ef upp koma fyrirspurnir varðandi umsóknarferlið, vinsamlegast sendið tölvupóst á sjodur@honnunarmidstod.is