Hönnunarsjóður hækkar í 80 milljónir
Framlag til Hönnunarsjóðs hefur verið hækkað um 30 milljónir og stækkar því sjóðurinn úr 50 milljónum í 80 milljónir króna 2023. Stækkun sjóðsins er liður í áherslu menningar- og viðskiptaráðherra Lilju D. Alfreðsdóttur á að efla þróun á sviði hönnunar og arkitektúrs með það að markmiði að auka verðmætasköpun og lífsgæði með markvissum hætti.
Aukið framlag til sjóðsins er líka liður í áherslum nýrrar stefnu stjórnvalda í málefnum hönnunar og arkitektúrs, sem verður kynnt á næstu vikum.
Umtalsverð aukning hefur verið í nýsköpun og þróun á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi undanfarin ár og er hækkun sjóðsins veigamikið skref í að ýta undir og hraða þeirri þróun. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf. Sjóðurinn styrkir líka kynningar- og markaðsstarf hér á landi og erlendis með það að markmiði að auka útflutning.
„Það eru mikil gleðitíðindi að stjórnvöld hafi ákveðið að auka framlag til Hönnunarsjóðs enda mikilvægt skref að stjórnvöld leggi aukna áherslu á nýsköpun og þróun á sviði hönnunar og arkitektúrs. Samfélag okkar er að breytast mjög hratt sem kallar á nýjar lausnir og skapandi nálgun með aukin lífsgæði og sjálfbærni að leiðarljósi. Hönnunarsjóður er megin tæki til að hraða og styðja við þessa þróun.“
Guðrún Inga Ingólfsdóttir, stjórnarformaður Hönnunarsjóðs.
Sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2013 og hefur framlag til hans verið 50 milljónir undanfarin ár, að undanskildu árinu 2020 þegar sjóðnum barst aukafjárveiting frá stjórnvöldum vegna Covid. Mikil þörf var fyrir sérstakan hönnunarsjóð þegar hann var stofnaður en innan hans hefur frá upphafi verið unnið mikilvægt og verðmætaskapandi starf. Hönnunarsjóður hefur styrkt fjölbreytileg verkefni á öllum sviðum hönnunar og arkitektúrs. Frá upphafi hafa 386 verkefni hlotið styrki og
Í kjölfarið á hækkuninni hefur stjórn samþykkt eftirfarandi breytingar:
- Hámarksupphæð styrkja verður 10 milljónir króna
- Ferðastyrkir hækka úr 100 þúsund í 150 þúsund hver.