Hönnunarskólinn fyrir 13-16 ára hefst 30. september
Klifið, skapandi setur, kynnir í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands Hönnunarskóla, námskeið fyrir krakka á aldrinum 13- 16 ára. Í Hönnunarskólanum fá þátttakendur innsýn inn í störf og aðferðarfræði hönnuða. Námskeiðið hefst 30. september næstkomandi.
Í gegnum samtöl, skissur og frumgerðir gefst innsýn inn í það hvað felst í því að vera arkitekt, spilahönnuður, vöruhönnuður, fatahönnuður og matarhönnuður.
Sjö hönnuðir koma að kennslu á námskeiðinu sem er byggt þannig upp að í fyrstu tvö skiptin er unnið arkitektaverkefni, næstu tvö spilahönnunarverkefni og þannig koll af kolli.
Námskeiðið er kennt á miðvikudögum frá 17.30 - 19.30 og stendur í 10 vikur. Kennarar eru Sigríður Sigurjónsdóttir, Embla Vigfúsdóttir, Halla Hákonardóttir, Björn Steinar Blumenstein og Áslaug Snorradóttir og fer kennsla fram á Hönnunarsafni Íslands.
Hér má finna viðburð á Facebook.
Allt á fullu í borðspilahönnun í Hönnunarskóla Hönnunarsafns Íslands undir leiðsögn Emblu Vigfúsdóttur borðspilahönnuðar.