Hönnunarverðlaun Íslands 2020 - útsending í heild sinni
Í fyrsta sinn fóru Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fram með stafrænum hætti þann 29. janúar síðastliðinn og send út í samstarfi við Vísi.is.
Studio Granda hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Drangar, 66°Norður fengu viðurkennningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður var Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins sáu um að veita verðlaunin og Sigríður Sigurjónsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands og formaður dómnefndar Hönnunarverðlauna Íslands gaf tóninn í byrjun afhendingarinnar.
Hér er hægt að horfa á útsendinguna í heild sinni en tökur fóru fram í Grósku:
Framleiðandi: Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Leikstjóri: Ási Már Friðriksson/Blóð stúdíó
Upptökustjóri: Rafn Rafnsson
Upplifunarhönnun: Ólöf Rut Stefánsdóttir og Hrafnkell Guðmundsson
Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Kynningarmyndbönd: Blóð stúdíó
Hreyfigrafík: Guðmundur Björnsson
Sérstakar þakkir: Daníel Oddsson/ Íslandsstofa, Gróska, Ólafur Baldur Reynisson/Arnarhvoll og Hrólfur Jónsson/Vísindagarðar
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020:
Sigríður Sigurjónsdóttir formaður, Hönnunarsafn Íslands
Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, LHÍ
Sigrún Unnarsdóttir, fatahönnuður MH&A
Þorleifur Gíslason, grafískur hönnuður MH&A
Paul Bennett, hönnunarstjóri IDEO, MH&A
Margrét Kristín Sigurðardóttir, SI
Hörður Lárusson, grafískur hönnuður MH&A
Sigrún Birgisdóttir, arkitekt, LHÍ
Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.