Hönnunarverðlaun Íslands 2020 í streymi 29. janúar

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram þann 29. janúar næstkomandi og verður afhendingunni streymt kl. 11 þann dag.

Hvaða framúrskarandi verk og verkefni á sviði hönnunar og arkiktektúrs stóðu upp úr á árinu 2020? Hver hlýtur Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2020 og hvaða fyrirtæki/stofnun hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun?

Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Verðlaunin beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.

Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn ÍslandsListaháskóla ÍslandsLandsvirkjunÍslandsstofu og Samtök iðnaðarins.

Við hlökkum til að eiga hátíðlega stund saman með rafrænum hætti að þessu sinni! 

Takið tímann frá!

Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Fagfélög