Leiðsögn um Eddu-Hús íslenskunnar á HönnunarMars
Hornsteinar arkitektar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og Eddu - hús íslenskunnar bjóða skipulagða leiðsögn um húsið á HönnunarMars í ár. Ögmundur Skarphéðinsson og Ólafur Hersisson arkitektar hjá Hornsteinum arkitektum leiða göngurnar sem fara fram laugardaginn 6. maí. Fullbókað er á leiðsögnina.
Árið 2008 var haldin samkeppni um byggingu fyrir nýstofnaða Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands þar sem Hornsteinar arkitektar hrepptu fyrsta sætið.
Edda er nýtt kennileiti í höfuðborginni en hönnun hússins miðar að því að skapa sveigjanlega umgjörð um lifandi vísindasamfélag; örvandi samskipti nemenda, kennara og fræðimanna jafnt sem hljóða íhygli fræðimennskunar. Útlínur byggingarinnar eru sporöskjulaga og ráða hin mjúku og ávölu form því að hún hefur ekki horn í síðu nágranna sinna.
Innandyra eru ýmis sérhönnuð rými, svo sem fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum íslenskum skinnhandritum, vinnustofur kennara og fræðimanna, lesaðstaða fyrir nemendur, fyrirlestra- og kennslusalir og bókasafn með lesaðstöðu.
Ögmundur Skarphéðinsson og Ólafur Hersisson arkitektar hjá Hornsteinum arkitektum leiða göngurnar og mun hver ganga taka um 30 mínútur.
Leiðsögn um Eddu, laugardaginn 6. maí er á eftirfarandi tímum:
- 14:00 - 14:30
- 14:45 - 15:15
- 15:30 - 16:00
Fullbókað er í leiðsögnina.