"House a colleague"- Vilt þú kynnast arkitektum og arkitektasagnfræðingum víðsvegar að?
Ert þú með auka herbergi? Svefnsófa? Vilt kynnast nýju fólki í sama geira og þú? Listaháskóli Ísland í samvinnu við Arkitektafélag Íslands óskar eftir arkitektum til að hýsa gesti ráðstefnunnar The Third Ecologie sem fram fram hér á landi 11.-13. október á þessu ári. Alls er búist við 150 gestum víðsvegar að.
Ef þú hefur áhuga sendu þá póst á netfangið thethirdecology@lhi.is með titlinum House a Colleague Program.
Ef þú hefur áhuga á að bjóða gest/i ráðstefnunnar gistingu þarft þú að geta boðið gesti upp á eftirfarandi:
- Rúm, dýnu eða sófa til að sofa í
- Borð eða skrifborðspláss
- Wi-fi
- Handklæði, rúmföt.
- Aðgang að að minnsta kosti eldhúsi og baðherbergi sem deilt er með íbúum.