"How long will it last?" - útskriftarsýning meistaranema í hönnun
Útskriftarsýning meistaranema í hönnun við Listaháskóla Íslands fer fram í Ásmundarsal dagana 8. - 16. ágúst. Sýningin er ferðalag á forsendum áttavilts áttavita, þar sem áhorfendur eru leiddir að hverfulum stöðum — stöðum sem gætu horfið jafnóðum.
Í ljósi hertra takmarkana vegna Covid-19 mega einungis 20 gestir vera á sýningunni í einu, því verður opnuninni og allri sýningunni streymt í beinni, sýningin opnar og streymið hefst klukkan 18:00 laugardaginn 8. ágúst næstkomandi. Hægt verður að horfa á streymið á síðu meistaranámsins hér.
"HOW LONG WILL IT LAST?“ er heiti útskriftarsýningarinnar og eru verk sýningarinnar frekar sýnileg en til sýnis þar sem mörk milli viðfanga og áhorfenda verða óljós. Sýningin er ferðalag á forsendum áttavilts áttavita, þar sem áhorfendur eru leiddir að hverfulum stöðum — stöðum sem gætu horfið jafnóðum. Hún er möguleg framtíðarsýn og jafnframt gátt, farartæki án líkama eða forms.
Útskriftarnemendur eru Argitxu Etchebarne, Christopher Dake-Outhet, Harpa Hrund Pálsdóttir, Lu Li, Malgorzata Kowasz og Sveinn Steinar Benediktsson.
Kennarar útskriftarverkefni eru þau Helga Lára Halldórsdóttir, Hallgerður G Hallgrímsdóttir, Kolbrún Þóra Löve og Marteinn Sindri Jónsson. Fagstjóri meistaranáms í hönnun er Garðar Eyjólfsson
Sýningarstjóri "How long will it last?" er Kolbrún Þóra Löve