Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall þrjú
Hönnunarspjallið var liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, sem var tilraunavettvangur sem ætlað var að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stóð og í kjölfarið. Þættirnir voru þrír talsins og voru sýndir í beinni útsendingu í samstarfi við Vísi á meðan HönnunarMars stóð yfir.
Hér má sjá þriðja þáttinn þar sem Garðar Eyjólfsson og Hlín Helga Gunnlaugsdóttir umsjónarmenn ræða við Arnhildi Pálmadóttur arkitekt, Eygló Margréti Lárusdóttur, fatahönnuð og stofnanda vörumerkisins EYGLÓ, Baldur Helga Snorrason arkitekt og Arnar Inga Viðarsson, grafískan hönnuð um hátíðina, dagskránna og arkitektúr í sinni fjölbreyttustu mynd.
Hönnunarspjallið var liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, tilraunavettvang ætlað að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið. Markmiðið er að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina. Auk þess að hvetja til breiðs samtals um hönnun og arkitektúr.