Hugmynd að nýju framtíðarskipulagi fyrir Breiðina kynnt
Mánudaginn 27. júní kl. 15:00 mun Breið þróunarfélag í samstarfi við Brim hf., Akraneskaupstað og Arkitektafélag Íslands kynna niðurstöður hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Breiðarinnar í Hafbjargarhúsinu að Breiðargötu 2C á Akranesi.
Alls bárust 24 tillögur í hugmyndasamkeppnina sem auglýst var um miðjan janúar sl. og var öllum opin. Nú liggja niðurstöður dómnefndar fyrir og verða þær kynntar á mánudaginn en um leið verður opnuð sýning á öllum innsendum tillögum.
Léttar veitingar verða í boði.
Dómnefnd:
Tilnefndir af verkkaupa:
- Guðmundur Kristjánsson, fulltrúi Brims - formaður dómnefndar
- Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fulltrúi Brims
- Sævar Freyr Þráinsson, fulltrúi Akraneskaupstaðar
- Páll Hjaltason, arkitekt, FAÍ
Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands:
- Heba Hertervig, arkitekt, FAÍ (Heba tók sæti Sigríðar Magnúsdóttur, arkitekt, FAÍ sem þurfti að víkja úr dómnefnd í febrúar 2022)
- Helgi Bollason Thoroddsen, arkitekt, FAÍ
- Ólafur Melsted, landslagsarkitekt, FÍLA