Hvernig er best að HönnunarMars- era? HönnunarMars 2023
Nú er HönnunarMars að hefjast en frá 3. - 7. maí mun borgin iða af lífi með fjölda sýninga og viðburða sem fara fram um allt höfuðborgarsvæðið - Skapandi kraftar, innblástur, fegurð og fögnuður eru allsráðandi. Allt frá arkitektúr, grafískri hönnun, fatahönnun, stafrænni hönnun, vöruhönnun og allt þar á milli. Hér er allt sem þú þarft að vita til að njóta hátíðarinnar til hins ítrasta.
Frítt er inn á alla viðburði HönnunarMars
*nema DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. Byrjaðu hátíðina af krafti og tryggðu þér miða á viðburð fullan af innblæstri með alþjóðlegum og innlendum snillingum sem deila spennandi hugmyndum og framtíðarsýn.
Almennir opnunartímar hátíðarinnar eru:
- Miðvikudagur 3.05: kl. 18:00 – 21:00
- Fimmtudagur 4.05 kl.16:00 – 21:00
- Föstudagur 5.05 kl. 11:00 – 21:00
- Laugardagur 6.05 kl. 12:00 – 17:00
- Sunnudagur 7.05 kl. 13:00 – 17:00
* Við mælum með að gestir kynni sér nákvæmarii opnunartíma undir hverju sýningarspjaldi á dagskrársíðu HönnunarMars.
Hvar er viðburði og sýningar að finna?
Á heimasíðu HönnunarMars er yfirlit yfir allar sýningar hátíðarinnar. Þar er góð leitarvél þar sem hægt er að flokka sýningar eftir sýningarsvæðum, áhugasviðum, fögum og dögum.
Hvar er HönnunarMars?
Sýningar og viðburðir dreifast viða um höfuðborgarsvæðið. Mesti þunginn er í miðborg Reykjavíkur; á Hafnartorgi, Laugavegi, úti á Granda, í Hörpu, Ásmundarsal, Grósku,Norræna húsinu, Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, svo nokkur dæmi séu tekin. Utan miðborgarinnar má t.d. finna sýningar og viðburði í Hönnunarsafni Íslands, Gerðarsafni, Slökkvistöðinni í Gufunesi, Elliðaárdal og í Skeifunni. Kíktu á kortið hér eða á heimasíðu hátíðarinnar til að fá sem besta yfirsýn yfir sýningarsvæðin!
Samfélagsmiðlar og fréttabréf
Hvað, hvenær og hvert? Við erum með svörin.
- Skráðu þig á fréttabréf HönnunarMars á heimasíðunni og fáðu dagskrá hvers dags beint inn í pósthólfið á hverjum degi.
- Fylgstu með okkur á Facebook og Instagram til að fá hátíðina beint í æð á meðan á henni stendur! @designmarch
Aðgengi
Viðburðir okkar eru staðsettir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í margs konar húsakynnum. Við mælum með að spyrjast fyrir um aðgengi á þeim stað sem þú hyggst sækja.