Ilmbanki, íslenskt tweed og íslenskur brútalismi meðal þeirra verkefna sem fá styrk frá Hönnunarsjóði
Hönnunarsjóður úthlutaði 23.7 milljónum á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem fór fram á Hafnartorgi í gær, 6. júní.
Nordic Angan hlaut hæsta einstaka styrkinn úr Hönnunarsjóði, sem nemur 2 milljónum króna, fyrir verkefni sitt Ilmbanki íslenskra jurta – lifandi ilmsýning í Álafosskvos.
Það var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitti styrkþegum viðurkenningarskjöl en úthlutunin fór fram á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem fór fram á Hafnartorgi en það var við hæfi að fundurinn færi fram á þessu glænýja svæði sem nú er risið í miðbæ Reykjavíkur þar sem íslenskur arkitektúr er í lykilhlutverki. Þórlindur Kjartansson pistlahöfundur var kynnir, Hrefna Sigurðardóttir frá Stúdíó Fléttu var með erindi, Halla Helgardóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar talaði og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra einnig.
Í þetta sinn bárust alls 95 umsóknir sjóðnum um ríflega 100 milljónir en það hafa ekki verið jafn margar umsóknir síðan 2015 en þá voru þær 115. Alls eru 50 milj. í sjóðnum þetta árið en það er það sama og var á síðasta ári. Þetta er önnur úthlutunin á árinu 2019 og að þessu sinni úthlutar hönnunarsjóður 22,3 milljónum króna í almenna styrki til 22 verkefna en 1,4 milljón í ferðastyrki til 11 verkefna en alls bárust 23 umsóknir um ferðastyrki. Hæsti einstaki styrkurinn sem veittur er þetta árið er 2 milljónir.
Hönnunarsjóður, úthlutun júní 2019
-Ilmbanki íslenskra jurta – lifandi ilmsýning í Álafosskvos / Nordic angan. 2 millj.
-Heima / Grallaragerðin ehf. 1,5 millj
-MAGNEA – vöruþróun á yfirhöfnum úr íslenskri ull / Magnea Einarsdóttir. 1,5 millj.
-Avenue / Eva María Árnadóttir. 1,250 millj
-Hjúfra- áframhaldandi vöruþróun og notendakönnun. / Hanna Jónsdóttir. 1,2 millj.
Aðrir sem hlutu styrk á bilinu 500 þúsund 1 millj:
-Arnar Már Jónsson fatalína / Arnar Már Jónsson. 1 millj.
-Leit að postulíni II /Smjör. 1 millj.
-ÍSLENSKT TWEED / Kormákur & Skjöldur. 1 millj.
-Trophy / Flétta hönnunarstofa. 1 millj.
-Markaðssetning á vörumerkinu FÓLK í Evrópu / FÓLK Reykjavík. 1 millj.
-FLOTTMOTTA / Þórdís Erla Zoëga. 1 millj.
-ASKA –Hönnun og framleiðsla duftkerja úr íslenskum jarðefnum / Katrín Ólína Pétursdóttir. 1 millj.
-innriinnri / Raphaël Costes. 1 millj.
-Mót – Iðnaður /Guðrún Theodóra Alfreðsdóttir. 1 millj.
-ÞYKJÓ / Sigríður Sunna Reynisdóttir. 1 millj.
-Skógarnytjar / Björn Steinar Blumenstein. 900 þús.
-Annar Laugavegur / Guðni Valberg. 750 þús.
-Gombri lifir / Elín Edda Þorsteinsdóttir. 750 þús.
-VAKIR „plant me“/ Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir. 750 þús.
-Íslenskur brútalismi & Grazie! Press / Bobby Breiðholt. 700 þús
-Glerlíkaminn fer um landið / Sigríður Heimisdóttir. 500 þús.
-AfturTré / Valdís Steinarsdóttir. 500 þús.
Eftirtaldir hlutu 100 þúsund króna ferðastyrk:
-Hönnunar gallerý á Italíu/ &AM (2)
-Listamannaaðsetur og tvær sýningar í Árósum og Berlín/ Elsa Jónsdóttir (2)
-OSLÓ-Hvað getum við lært?/ Samkeppnisnefnd Arkitektafélags Íslands (2)
-Stefnumót japanskrar framleiðslu og íslenskrar fatahönnunar/ Signý Þórhallsdóttir
-Tanja Levý x Mr. Silla – Berlín/ Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir
-MÆRA – Mottur úr íslenskri ull – Svíþjóð/ Lily Adamsdóttir
-NeoCon Chicago Bandaríkin/ Kula Design ehf
-Afhending Landnámskvennarefilsins – Edinborg í Skotlandi/ Kristín Ragna Gunnarsdóttir
-INNOVATIVE COSTUME of the 21st CENTURY: THE NEXT GENERATION – Moscow, Russia/Sæunn Kjartansdóttir
-Heilun jarðar. Námskeið hjá Fungi Perfecti í borginni Olympiu í Bandaríkjunum/ Sigrún Thorlacius
-Bókakynning á IFLA Heimsráðstefnu Landslagsarkitekta í Osló/ Einar E. Sæmundsen
Núverandi stjórn hönnunarsjóðs skipa: Birna Bragadóttir formaður, skipaður án tilnefningar, Stefán Snær Grétarsson varaformaður, Rúna Thors, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Þráinn Hauksson.
Á árinu 2018 bárust 167 umsóknir um almenna styrki að upphæð um rúmlega 400 m.kr. Einnig bárust 162 umsókn um ferðastyrki. Sjóðurinn veitti alls 50 verkefnum ferðastyrki, alls að upphæð 5,9 m. kr. og styrkti 35 verkefni alls að upphæð 37,5 m. kr.
Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Sjóðurinn var stofnaður þann 24. apríl 2013 í samræmi við ákvæði 4. gr. reglna um sjóðinn frá 13. febrúar sama ár. Sjóðurinn vinnur eftir úthlutunarreglum sem stjórn sjóðsins vann árið 2013 en þessar reglur voru staðfestar af ráðherra. Þá samþykkti stjórnin verklag við auglýsingu, mat og úthlutun á styrkjum. Sjóðurinn úthlutar ferðastyrkjum fjórum sinnum á ári og tvisvar á ári almennum styrkjum til verkefna, þróunar eða markaðsmála.
Hér má sjá nokkrar myndir sem Eyþór Árnason tók: