Íslandsstofa leitar að hönnuðum til að þróa hönnunarkerfi fyrir sýningarbása
Íslandsstofa, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, leitar að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu.
Leitað er að hönnuði eða hönnunarteymi sem getur þróa hönnunarkerfi, í samstarfi við starfsmenn Íslandsstofu, sem hægt er að nota í fjölbreytilegu kynningarstarfi, á sýningarsvæðum og rýmum af ólíkum stærðum, fyrir ólíkar atvinnugreinar. Hönnunarkerfið þarf að geta staðið án myndefnis, skapa áferð og dýpt á sýningarsvæðum og dregið gesti inn á svæðið.
Hughrifin sem sýningarbásar Íslandsstofu eiga að kalla fram hjá gestum sýningar eru:
- Að gestir skynji að um sé að ræða landkynningu en ekki einstaks fyrirtækis.
- Að gestir átti sig strax á að básinn sé á vegum Íslands.
- Að gestir sjái skýrt hvað það er sem básinn er að kynna (vörur, áfangastaður o.s.frv.)
- Básinn þarf að vera einfaldur, áhugaverður og aðlaðandi.
Markmið verkefnisins er að skapa heildræna umgjörð utan um framsetningu sýningarsvæða Íslandsstofu, þvert á áherslur Íslandsstofu í erlendu markaðs- og kynningarstarfi eins og þær eru settar fram í stefnumótun fyrir íslenskar útflutningsgreinar. Þá er einnig mikilvægt að hönnunin sé í samræmi við, og fari vel með, vörumerkjakerfi íslenskra útflutningsgreina.
Ráðgjöf og utanumhald
- Gerður Jónsdóttir, verkefnastjóri, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
Valnefnd
- Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu
- Margrét Helga Jóhannsdóttir, fagstjóri sýninga hjá Íslandsstofu
- Rósa Hrund Kristjánsdóttir, Creative director, Hvíta húsið
- Ómar Sigurbergsson, innanhússarkitekt, Funkis
- Helgi Steinar Helgason, arkitekt, Tvíhorf
Tímarammi
- 19. nóvember 2020 // kallað eftir umsóknum
- 7. desember. 2020 // skil umsókna
- 10.-17. desember 2020 // vinna valnefndar og fundir með teymum
- 18. desember 2020 // samið við teymi og niðurstaða kynnt
- 19. desember 2020 // vinna við hönnun hefst
Valferlið er opin öllum hönnuðum og arkitektum og hvatt er til þverfaglegs samstarfs milli ólíkra greina.
Ekki er beðið um tillögur eða myndrænar útfærslur. Skila þarf skriflegri umsókn, að hámarki fjórar A4 blaðsíður, þar sem gerð er grein fyrir nálgun, samsetningu teymis, reynslu, fyrri verkefnum og tímaverði.
Valnefnd fer yfir umsóknir og velur 3-4 aðila úr innsendum umsóknum og boðar til fundar með þeim til að ræða mögulegt samstarf. Þar gefst aðilum frekara tækifæri til að kynna hönnunarteymið, aðferðafræði, fyrri verk og eiga samtal um verkefnið. Einn samstarfsaðili verður valinn í kjölfarið til að vinna verkið.