HönnunarMars leitar að upplifunarhönnuði fyrir hátíðina í maí 2021

17. nóvember 2020

HönnunarMars leitar að hugmyndaríkum og drífandi hönnuði til að stýra tímabundu verkefni sem snýr að upplifunarhönnun og listrænni ráðgjöf á HönnunarMars 2021 sem fer fram 19.-23. maí 2021. 

Áætlað umfang verkefnisins eru þrír mánuðir í fullu starfi sem dreifist yfir 6 mánaða tímabil. Verkefnið er unnið í verktöku, að hluta til í fjarvinnu og vinnutími sveigjanlegur, eða eins og best hentar og samið er um á milli aðila.

Verkefni

Hönnuðurinn sér um að veita ráðgjöf sem snýr að listrænni stjórnun á dagskrá hátíðarinnar og ber ábyrgð á upplifunarhönnun og framkvæmd viðburða sem Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur fyrir á HönnunarMars í samstarfi við stjórnanda HönnunarMars og aðra verkefnastjóra hátíðarinnar svo sem grafíska hönnuði, stjórnanda og framleiðanda DesignTalks og fleiri. Viðburðirnir sem um ræðir eru opnunarhátíð, lokahóf, alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks, og mögulega fleiri viðburðir.

Studio 2020 á HönnunarMars í júní

Helstu verkefni

 • sjá um upplifunarhönnun á HönnunarMars 2021 í samstarfi við HönnunarMars teymið.
 • þátttaka í fundum valnefndar.
 • samskipti við þátttakendur og sýnendur í samtali við verkefnastjóra dagskrár. 
 • yfirumsjón með húsnæði og dagskrá fyrir „heimili HönnunarMars.“ 
 • undirbúningur og framkvæmd opnunarhátíðar og lokahófs. 
 • upplifunarhönnun og áferð DesignTalks í samvinnu við stjórnanda og framleiðanda. 
 • taka þátt í að finna rými fyrir sýningar og viðburði.  
 • umsjón með tæknimálum á viðburðunum (gildir ekki um DesignTalks).
 • finna og stýra aðstoðarfólki eftir þörfum og í samstarfi við stjórnanda HönnunarMars.

Menntunar- og hæfnikröfur 

 • hönnuður eða arkitekt 
 • brennandi áhugi á íslenskri hönnun og HönnunarMars
 • góð þekking og reynsla á hönnun og viðburðastjórnun
 • lipurð í mannlegum samskiptum
 • lausnarmiðuð og sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 3. desember. Vinsamlegast sendið inn ferilskrá og kynningarbréf merkt: Ums + HöMars 2021 + Nafn á info@honnunarmars.is.

Allar nánari upplýsingar veitir :

Opið fyrir umsóknir - HönnunarMars 2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á HönnunarMars í maí og stendur umsóknarfrestur til 30. nóvember næstkomandi. Umsóknarferlið er snarpara en undanfarin ár svo tími gefist fyrir teymi að vanda betur til undirbúnings og kynningarstarfs. Taktu þátt í HönnunarMars í maí ! Frekari upplýsingar má finna hér https://www.honnunarmidstod.is/ha-frettir/taktu-thatt-i-honnunarmars-i-mai-opnad-hefur-verið #hönnunarmars #designmarch #icelandicdesign #worlddesignweeks #design #architecture #reykjavik #iceland

Posted by HönnunarMars // DesignMarch on Monday, November 2, 2020
Dagsetning
17. nóvember 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

 • Greinar
 • HönnunarMars