Taktu þátt í HönnunarMars í maí - opnað hefur verið fyrir umsóknir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á HönnunarMars í maí og stendur umsóknarfrestur til 30. nóvember næstkomandi. Umsóknarferlið er snarpara en undanfarin ár svo tími gefist fyrir teymi að vanda betur til undirbúnings og kynningarstarfs.
Hverjir eiga að sækja um?
- hönnuðir, arkitektar, stúdíó og stofur.
- fyrirtæki sem byggja starfsemi sína eða leggja sérstaka áherslu á hönnun eða arkitektúr.
- fyrirtæki sem selja hönnun eða hannaðar vörur.
- menningarstofnanir, söfn og sýningarsalir sem standa fyrir eða hýsa sýningar eða viðburði.
- menntastofnanir á svið hönnunar og arkitektúrs.
Það er auðvelt að sækja um á vefsíðu HönnunarMars þar sem allar helstu upplýsingar um gjaldskrá og dagsetningar eru aðgengilegar.
Hafa ber í huga að ekki er ætlast til að umsóknir séu fullkláraðar innan þessa tímaramma og verður umsækjendum gefið rými til breytinga og bætinga á umsóknum sínum. Teymi HönnunarMars gerir sér að fullu ljóst að komandi tímar hafa í för með sér ákveðna óvissu og er góð samvinna við þátttakendur lykilatriði.
Hér má finna svör við helstu spurningum varðandi umsóknarferlið.
HönnunarMars 2021 fer fram dagana 19-23. maí en formleg dagskrá hátíðarinnar er fimm dagar, frá miðvikudegi til sunnudags þó vonir standi til að allur maímánuður verði undirlagður allskyns uppákomum og viðburðum tengdum hönnun og arkitektúr.
Ef frekari spurningar vakna endilega sendu fyrirspurn á info@honnunarmars.is og teymi HönnunarMars bregst fljótt og örugglega við.