HönnunarMars tekur þátt í Dutch Design Week með Studio 2020
HönnunarMars opnar dyrnar að Studio 2020, 3D herbergi á Dutch Design Week, sem fer einungis fram rafrænt í ár. Þátttaka hátíðarinnar er partur af rafrænni samsýningu World Design Weeks.
Studio 2020 var búið til sem viðbragði við heimsfaraldri á fordæmalausum tímum á HönnunarMars í júní. Tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina. Auk þess að hvetja til breiðs samtals um hönnun og arkitektúr. Árið 2020 er tilvalinn tími til að gera tilraunir með nýjar leiðir í miðlun hönnunar, umfram hinar hefðbundnu áherslur
Aðrar hönnunarhátíðið sem taka þátt með sínum hætti í DDW á vegum WDW eru Barcelona Design Week, Nairobi Design Week, Gdynia Design Days, Helsinki Design Week, Mexico Design Week, Design Manchester, Atlanta Design Festival, Beijing Design Week, San Diego Design Week og Bangkok Design Week.
Stjórnendur og skaparar eru Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalks, Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA, Steinn Einar Jónsson, upplifunarhönnuður og Einar Egils, kvikmyndagerðarmaður með stuðningi Íslandsstofu.
Viðtöl og gjörningar í Studio 2020 vorum teknir upp á meðan á HönnunarMars í júní stóð í sumar.
Þátttakendur í Studio 2020 á DDW
Valdís Steinarsdóttir - Social change through design
Valdís Steinarsdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með BA gráðu í
vöruhönnun 2017. Hún leggur áherslu á efnisrannsóknir og á að finna vistvænar lausnir á vandamálum nútímans.Með verkefnum sínum leitast hún við að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar, og koma á jákvæðum samfélagslegum breytingum með hönnun sinni. Hún var valin hönnuður ársins á Formex Nova verðlaununum 2020.
Björn Steinar Blumenstein - Sustainability and anti-capitalistic waves
Björn Steinar útskrifaðist úr vöruhönnun við Listaháskóla Íslands árið 2016 og starfar nú sem vöruhönnuður. Með hönnun sinni hefur Björn Steinar miðað að því að leysa vandamál eða vekja áhuga á hlutum sem mætti endurhugsa. Að hanna inn í heim með offramboði af hlutum og tilgangslausum freistingum hallast hann að því að and-kapítalískri hugmyndafræði; hönnun með raunverulegan tilgang.
Flétta, Hrefna Sigurðardóttir and Birta Rós Brynjólfsdóttir - Urban miners
Flétta er hönnunarstúdío þeirra Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rósar
Brynjólfsdóttur. Báðar eru þær með BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og einblína á afgangsefnivið og endurvinnslu. Með því eru þær að beina sjónum sínum að hvernig hönnun hefur áhrif á samfélagið og íbúa þess. Allar vörur Fléttu eru handgerðar á Íslandi.
Human Expansion Station - Feeling the soil
Mannyrkjustöð Reykjavíkur er verkefni þar sem borgarbúar fá tækifæri til að rækta sína innri plöntu. Verkefnið er byggt á mannplöntuverufræði sem er rýmið á milli manneskjunnar og plöntunar. Fræðin eru enn í mótun og er mannyrkjustöðin mikilvægur liður í áframhaldandi þróunn á þessu sviði. Þar sem náttúran mætir manninum í einlægu flæði án dómhörku og hroka. Hönnuðir og skaparar eru Búi
Bjarmar Aðalsteinsson og Hrefna Lind Lárusdóttir.
Digital Sigga - Digital Identity
Sigríður Birna Matthíasdóttir, aka Digital Sigga, er með meistaragráðu í hönnun frá Listaháskóla Ísland. Hún lærði fatahönnun í Studio Berçot í París. Hennar verkefni snúa að hönnun í rafræna heimi, í sýndarveruleika. Þannig notar hún tæknina til að rannsaka og þróa fagurfræði og nýja fegurðarstaðla.
Melur mathús - Exploring local material through food
Melur mathús kynnir melgresi til leiks og þá eiginleika sem plantan ber með sér. Kostir melgresis snerta öll stærstu mál nútímans, þá loftslagsmál, sjálfbærni og fæðuöryggi. Í melgresi felast duldir möguleikar, ekki einungis til að græða upp heldur líka til að næra. Kostir gresisins til landgræðlsu eru ótvíræðir en hingað til hefur lítið verið varpað ljósi á nærandi kosti þess fyrir mann og umhverfi.
Hönnuðir eru Kjartan Óli Guðmundsson, Signý Jónsdóttir og Sveinn Steinar Benediktsson.
Jón Helgi Hólmgeirsson - Making technology natural
Jón Helgi Hólmgeirsson er með BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands. Hann er yfirhönnuður hjá Genki Instruments en þeir hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2019 fyrir Wave hringinn, sem hannaður er til að auka upplifun og túlkun í tónlist.
HönnunarMars 2020 fór fram dagana 24-28 júní í blíðskaparveðri - um 80 sýningar og 100 viðburðir breiddu úr sér á höfuðborgarsvæðinu á hátíðinni sem fór fram í óhefðbundnum aðstæðum.
Við minnum fylgjast með HönnunarMars á samfélagsmiðlum og á vefsíðu hátíðarinnar til að fá nýjustu fréttir beint í æð.
@designmarch
www.honnunarmars.is