Jón Kristinsson, arkitekt, hlýtur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu

Jón Kristinsson, arkitekt, hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar síðastliðinn fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóðavettvangi.
Jón hefur búið í Deventer í Hollandi meirihluta ævinnar og nam arkitektúr við Delft University of Technology þar sem hann síðar gegndi stöðu prófessors í umhverfistækni og hönnun. Hann er þekktur fyrir að hafa hannað vistvænustu byggingu Hollands og er víða þekktur fyrir uppfinningar sínar á sviði sjálfbærni.
Við óskum Jóni innilega til hamingju með viðurkenninguna!