Kynningarfundur á nýundirrituðum kjarasamningi
Kjaranefnd AÍ og kjaranefnd SAMARK skrifuðu undir nýjan kjarasamning í morgun, miðvikudaginn 7. apríl, þar sem m.a. er kveðið á um styttingu vinnuvikunnar.
Ástæða þess að kjarasamningsumræður voru teknar upp að nýju svona fljótlega eftir að skrifað var undir síðasta samning er vegna breytinga á samningi annarra aðildarfélaga BHM og SA þar sem að stytting vinnuvikunnar var í brennidepli.
Fljótlega gefst félagsmönnum AÍ í BHM kostur á að kjósa um samninginn en áður mun kjaranefnd AÍ kynna nýjan samning fyrir félagsmönnum.
Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 13. apríl kl. 12.00. Kosning um samninginn verður opnuð strax að loknum fundi kl. 13.00.
Fundurinn verður haldinn á zoom.
Við hvetjum alla félagsmenn AÍ í BHM til að mæta á fundinn og kynna sér efni samnings áður en kosið er um hann.