KJARTAN SVEINSSON: ÍSLENZK BLOKK
Fimmta árs nemar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands opna sýningu tileinkaða verkum Kjartans Sveinssonar (1926-2014) fimmtudaginn 19. september í Epal gallerí. Sýndur verður afrakstur kortlagningar nemenda á höfundaverki Kjartans.
Áhersla er lögð á að gera fjölbýlishúsum Kjartans skil en á sýningunni má finna líkön og teikningar af völdum byggingum á höfuðborgarsvæðinu.
„Á árunum kringum 1960 fram á tíunda áratug síðustu aldar risu hátt í 10.000 íbúðir í fjölbýlishúsum eftir Kjartan. Um er að ræða svo viðamikið framlag til byggðs umhverfis hér á landi að ekki verður fram hjá því litið. Verkin voru afar umdeild meðan Kjartan lifði en nú er kominn tími á endurmat.“
Hvenær: Opnun 19. september kl. 16:00-18:00
Hvar: Epal gallerí, Laugavegi 7 (neðri hæð)
Öll velkomin!