Viltu sýna í Norræna húsinu á HönnunarMars 2025?

Ætlaru að taka þátt í HönnunarMars og langar að sýna í Norræna húsinu? Norræna húsið kallar eftir tillögum að sýningum á HönnunarMars 2025, sem fer fram dagana 2. - 6. apríl.
Norræna húsið hefur verið mikilvægur sýningarstaður á hátíðinni í gegnum tíðina og undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir í húsinu sem nú er lokið og mun vera mikið líf í húsinu á hátíðinni 2025.
Áherslur Norræna hússins árið 2025 verður á norðurskautið, sjálfbæra hönnun og handverk.
Við hvetjum sýnendur til að senda inn umsóknir á netfangið info@honnunarmars.is fyrir 17. nóvember