HönnunarMars 2025 - opið fyrir umsóknir
Búið er að opna fyrir umsóknir á HönnunarMars 2025 sem fer fram í sautjánda sinn dagana 2. - 6. apríl. Vertu með!
HönnunarMars er hátíð hönnunar og arktitektúrs þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar, viðburðir og samtöl veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans.
Fagráð HönnunarMars, skipaður fulltrúum félaganna, Listaháskólans, Reykjavíkurborgar og hátíðarinnar, fer yfir allar umsóknir.
Fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar mun fara fram á stöðum á borð við á Hafnartorgi, í Ásmundarsal, Hörpu, Norræna húsinu, Grósku hugmyndahúsi, Elliðaárstöð, Gerðarsafni, Hönnunarsafni Íslands, Ráðhúsi Reykjavíkur og öðrum spennandi sýningarstöðum.
Þátttökugjöld 2025
- 30.000 kr. + vsk. - Félagar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
- 60.000 kr. + vsk. - Aðrir
Stærri samsýningar, nemendasýningar og fyrirtæki vinsamlegast sendið póst á klara@honnunarmidstod.is varðandi þátttökugjöld.
Lokað verður fyrir umsóknir á miðnætti þann 17. nóvember 2024.