HA? Kíkjum á það sem er að gerast
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnir vetrardagskrá, verkefni, áherslur og starfsemi þann 12. september kl. 17:00 í Grósku.
Ráðherra menningar og viðskipta, Lilja Alfreðsdóttir fer yfir helstu aðgerðir sem tengjast nýrri Hönnunarstefnu ásamt því að farið verður létt yfir helstu verkefni framundan; Framtíðarsýn Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlaunin, HönnunarMars, DesignTalks, HA? og Feneyjartvíæringinn í arkitektúr 2025.
Við hlökkum til að sjá sem flesta, hittast og skála fyrir spennandi tímum.