Salóme Guðmundsdóttir í stjórn HönnunarMars
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnendaráðgjafi og stjórnarkona tekur sæti í stjórn HönnunarMars. Hún hefur starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni undanfarinn áratug, lengst af sem framkvæmdastjóri Klak og síðar fyrir Eyri Venture Mangament og tengd félög sem stjórnandi og stjórnarmaður.
Hún er einnig leiðbeinandi við Execuitve MBA nám Háskólans í Reykjavík.
Salóme hefur víðtæka reynslu af ýmsum nefndar og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi. Hún er varamaður í stjórn Fossa fjárfestingabanka hf. og hefur átt sæti í stjórn Viðskiptaráðs Íslands frá árinu 2018.
Salóme er með BSc próf í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðaviðskipti frá Háskólanum í Reykjavík og AMP stjórnunargráðu frá IESE Business School.
Stjórn HönnunarMars er skipuð af hluthafahóp Miðstöðvarinnar. Í henni sitja þrír fulltrúar félaganna og tveir fulltrúar atvinnulífs. Framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er ráðgjafi stjórnar. Stjórnarmenn eru skipaðir til 3 ára í senn.
HönnunarMars 2025 fer fram dagana 2. - 6. apríl en búið er að opna fyrir umsóknir á hátíðina. Sjá meira hér.