Kosningafundur, samtal um skapandi greinar
Þann 6. nóvember var haldinn öflugur kosningafundur í stóra salnum í Grósku um málefni skapandi greina. Fulltrúar allra framboða til alþingiskosninga tóku þátt og sköpuðust líflegar umræður fyrir fullum sal áhugasamra gesta. Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur var kynnir og stýrði umræðum.
Á fundinum var sýnt myndband sem RSG lét framleiða með upplýsingum úr skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um framlag skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Myndbandið vakti verðskuldaða athygli og er gott inlegg í umræður í aðdraganda kosninga.
Að fundinum stóðu Rannsóknarsetur í skapandi greinum, Samtök Skapandi greina, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arktitektúrs, Myndlistamiðstöð, Kvikmyndamiðstöð, Sviðslistamiðstöð, Tónlistarmiðstöð í samstarfi við CCP, Brandenburg, Vísindagarða og Grósku.
Hér má lesa ítarlega samantekt á fundinum.