Leiðsögn um útskriftarsýningu BA nema í arkitektúr
Fimmtudaginn 16. maí kl. 19.30 verður leiðsögn um útskriftarsýningu BA nema í arkitektúr í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar munu sýningarstjórar fara yfir verk þeirra 15 arkitektúrnema sem nú útskrifast með BA gráðu frá LHÍ.
Birta Fróðadóttir lektor við LHÍ og leiðbeinandi í BA verkefni mun segja frá lokaverkefninu Samvist / Symbiosis auk þess að nemendur verða á staðnum til að segja gestum betur frá viðfangsefnum sínum.
Hvenær: Fimmtudaginn 16. maí kl. 19.30
Hvar: Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi
Öll velkomin!