Leiðsögn fyrir félagsmenn AÍ um útskriftarsýningu MArch nema við LHÍ
Laugardaginn 10. júní kl. 16.00 munu fyrstu MA útskriftarnemar við LHÍ halda sérstaka kynningu fyrir félagsmenn AÍ um útskriftarverk sín. Þetta er í fyrsta sinn sem MA nemendur útskriftast úr arkitektúr á Íslandi og því söguleg stund. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ, opnar leiðsögnina. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta!
Meistaranám í arkitektúr við LHÍ hófst formlega 23. ágúst 2021. Er þetta í fyrsta sinn sem arkitektúr er kenndur á meistarastigi á Íslandi og því í fyrsta sinn sem nemendum í arkitektúr ljúka fullnaðarnámi í arkitektúr hérlendis. Meistaranám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands sem er til tveggja ára skiptist milli haustanna þar sem nemendur vinna saman að rannsóknum og safna efni og þekkingu sem mun svo vera stuðningur við persónuleg hönnunarverkefni hvers nemanda á vorönn.