Leiðsögn um útskriftarsýningu BA nemenda við LHÍ fyrir félaga í AÍ
Á fimmtudaginn, 25. maí, kl. 20.00 verður leiðsögn fyrir félagsmenn AÍ um útskriftarsýningu BA nema við LHÍ. Sýningin er haldin í Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi.
Lokaverkefni BA námsins í ár var að hanna vistþorp staðsett umhverfis Kaldaðarnes í Ölfusi. Leiðbeinendur voru arkitektarnir Dagur Eggertsson og Hjördís Sóley Sigurðardóttir.
Eftirtaldir nemendur úr arkitektúrdeild eiga verk á sýningunni:
- Gísli Hrafn Magnússon
- Þorlákur Ingólfsson
- Dofri Fannar Guðnason
- Hekla Björg Kormáksdóttir
- Hrafnhildur Sigurjónsdóttir
- Hanna Lind R Sigurjónsdóttir
- Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir
- Eðvald Sævarsson
- Kolfinna Eyþórsdóttir
- Katrín Dögg Óðinsdóttir Kaewmee
- Ólavía Rún Grímsdóttir
- Tómas Viðar Árnason
- Pétur Karl Eyfeld
- Sigurbergur Hákonarson
- Úlfur Bæringur Skjöld Magnússon
- Tinna Martinsdóttir
- Eyrún Una Aradóttir
Birta Fróðadóttir lektor og fagstjóri við arkitektúrdeild LHÍ segir stuttlega frá verkefninu og í kjölfarið kynna nokkrir nemendanna verkefni sín fyrir gestum.
Aðgangur ókeypis.