Endurmenntun og stjórnvöld bjóða á sumarnámskeið
Hafa vinnuaðstæður breyst upp á síðkastið? Hefur verkefnum fækkað? Viltu efla þig í starfi?
Menntmálaráðuneytið niðurgreiðir námskeið Endurmenntunar Háskóla Íslands í sumar. Námskeiðin eru sérstaklega hugsuð fyrir námsmenn, atvinnuleitendur, þá sem eru í hlutabótaleið eða þá sem vilja brúa eitthvað færnibil eða sem leið til starfsþróunar. Þannig í raun eru þau opin öllum þó stjórnvöld hugsi þetta úrræði sérstaklega fyrir þann hóp sem er í biðstöðu. Sjá nánar hér.
Það eru nokkur námskeið í þessu framboði sem gætu höfðað vel til félagsmanna AÍ:
Verkefnastjórnun fyrir sjálfstætt starfandi eldhuga
WordPress grunnur – byrjendanámskeið
Hvernig birtist þú á netinu? – Markaðssettu sjálfan þig