Minn HönnunarMars - Sigurlaug Gísladóttir
Hvernig verður HönnunarMarsinn þinn? Listakonan Sigurlaug Gísladóttir deilir hvaða sýningum hún ætlar ekki að missa af á HönnunarMars í maí 2021.
Nú er HönnunarMars í maí er að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn í gegnum fjölbreytta dagskrá sem endurspeglar einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags.
Framtíðin, tækni, sjálfbærni, náttúra, arfleifð og nýsköpun er þátttakendum hugleikin viðfangsefni á hátíðinni í ár sem veitir innblástur inn í nýja tíma.
Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars í maí 2021 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.
Hér eru þær sýningar sem Mr. Silla ætlar ekki að missa af í ár.
Samæfður dans í Vesturbæjarlauginni
Hlakka þvílíkt til að sjá nýju sundfatalínuna frá BAHNS og ekki skemmir fyrir að fá að dýfa sér í laugina á þessum viðburðaríku dögum sem Hönnunarmars er.
Sjónarhorn
Spennt að sjá Guðmund og Hönnu Dís vinna saman í einu af uppáhalds sýningarrýmum mínum í Reykjavík.
Peysa með öllu fyrir alla, uppskeruhátíð
Verandi mikill aðdáandi Ýr hlakka ég til að sjá þessa uppskeruhátið og sjá hvað þáttakendurnir hafa lært og gert undir hennar leiðsögn.
Mygluprentari
Spennandi verkefni sem verður áhugavert að skoða og fylgjast með.
Dagsson by Eygló
Vá hvað það verður gaman að sjá hvað þessir eðal sprellipésar finna upp á að bralla saman.