Minn HönnunarMars – Sveinbjörn Pálsson
Nú er HönnunarMars er að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar og 100 viðburði sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn. Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars 2020 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.
Hér eru þær sýningar sem Sveinbjörn ætlar ekki að láta framhjá sér fara
Letrað með leir
Hittir í miðju áhugasviðs míns og það er alltaf spennandi að sjá hvað Guðmundur Úlfars hjá Or Type er að fást við.
Safnið á röngunni
Það litla sem ég veit um íslenska hönnunarsögu kemur úr fyrirlestrum Godds í LHÍ. Ég er mjög spenntur að sjá hvað hann hefur uppgötvað síðan þá.
Þykjó
Ég er mikill aðdáandi form- og litheims Tönju Leví. Ríkjandi leikgleðin nær til mín – hoppar frá fegurðarskyninu yfir í hjartað.