Netkönnun vegna stefnumótunar-Verndun fornleifa og byggingararfs
Undir forystu Minjastofnunar Íslands og með aðstoð ráðgjafa frá fyrirtækinu Stratagem stendur nú yfir vinna við stefnumörkun um verndun fornleifa og byggingararfs og fornleifarannsóknir. Er verkefnið unnið í samræmi við það lögbundna hlutverk Minjastofnunar að vinna að stefnumörkun um verndun fornleifa og byggingararfs og fornleifarannsóknir ásamt fagnefndum: fornminjanefnd og húsafriðunarnefnd.
Í tengslum við stefnumótunina hefur verið opnað fyrir netkönnun sem er liður í greiningarhluta vinnunnar og kemur hún í kjölfarið á fjölda rýnifunda og viðtala sem fram fóru í mars og apríl.
Hvetjum við alla sem hafa áhuga á málefninu til að svara könnuninni. Einnig er öllum frjálst að senda hana áfram á aðra áhugasama aðila. Tilgangur könnunarinnar er að ná til sem flestra og fá þannig ólík sjónarmið inn í vinnuna strax á greiningarstiginu. Könnunin verður opin til og með 10. júní.