Opið fyrir innsendingar í FÍT verðlaunin 2024
Búið er að opna fyrir innsendingar í FÍT verðlaunin 2024.
Opið verður fyrir innsendingar út föstudaginn 16. febrúar.
FÍT verðlaunin eru fagverðlaun og hlutverk þeirra er að finna það sem skarar fram úr í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi ár hvert. Innsendingar í keppnina eru dæmdar af fagfólki á sviði grafískrar hönnunar og myndlýsinga. Í hverri dómnefnd er skipaður formaður og tryggt er að í nefndinni séu einstaklingar úr ólíkum áttum og að kynjahlutfall sé jafnt.
Einnig óskum við eftir tilnefningum til dómara í FÍT verðlaununum í ár. Endilega sendið inn þau sem þið mynduð vilja sjá í dómnefnd.
Keppnin nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT. Verðlaunin eru gæðastimpill fyrir grafíska hönnun á Íslandi og kemur verkum keppenda og fyrirtækja á framfæri og staðsetur þau í hópi þeirra bestu. Einnig hljóta verðlaunuð og viðurkennd verk þátttökurétt í Evrópuverðlaunum fagfélaga ADC*E (Art Directors Club of Europe) sem FÍT er aðili að.