Opið fyrir innsendingar í bókasafn Signatúra Studíós
Signatúra Studíós er sjálfstæður útgefandi fyrir bókverk, zines, plaköt, listaverkabækur og prentaðar hugleiðingar. Bókasafnið verður til sýnis á HönnunarMars í maí og frestur til að skila inn rennur út 28. apríl.
Signatúra Books var stofnað í lok ársins 2019 af grafísku hönnuðunum Grétu Þorkelsdóttur og Júlíu Runólfsdóttur, en þær vinna með hönnuðum, listamönnum og rithöfundum að þróun, hönnun og útgáfu verka þeirra í takmörkuðum upplögum. Signatúra leggur sérstaka áherslu á góða hönnun og á að velja umhverfisvænar prentleiðir og efni.
Innsetningin, tímabundið bókasafn með bókverkum og smáritum (e. zines) sem eru framleidd á Íslandi og annarsstaðar, verður til sýnis á HönnunarMars í maí 2021 þar sem verkin verða til sýnis en einnig er möguleiki að hafa verkin til sölu, beðið er um að það sé sérstaklega tekið fram í umsókn. Athugið að valið verður úr innsendingum.