Opin vinnustofa hjá M/Studio
Nýsköpunarstofan M/Studio býður gestum og gangandi að hjálpa sér að móta nýjar göngugötur í miðborg Reykjavíkur á opinni vinnustofu helgina 26-28. febrúar. Allir velkomnir.
Á vinnustofunni verður hægt að kíkja við og sjá fyrstu tillögur frá hönnunarteymunum þremur sem valin hafa verið af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar til þess að hanna göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs.
Gestir eru hvattir til að koma við og aðstoða hönnunarteymið við að hanna betri göngugötur með því að gefa álit á þá vinnu sem hönnunarteymin vinna nú að.
„Ef þú situr á góðri hugmynd eða hefur brennandi áhuga á að fylgjast með hönnunarferlinu mælum við með því að þú mætir.“
Húsið opnar föstudaginn 26.febrúar kl.12:00 í hjarta miðborgarinnar að Skólavörðustíg 3A.
Opið alla helgina frá kl. 11 - 19 laugardag og sunnudag.